Background
Logo

Call us +354 577-1220      Iceland UK

Humar (Leturhumar)
  • Veiddur í Norður Atlantshafi (við suðvesturströnd Íslands)
  • Gerð vöru: Frystur í heilu og frystir halar.
  • Veiðitímabil: Maí til september
  • Veiðisvæði: FAO 27

Útbreiðsla humars er víðáttumikil allt frá norðanverðum Noregi, suður með ströndum Vestur-Evrópu og inn í Miðjarðarhaf til Grikklands. Við Ísland lifir humarinn einungis í hlýja sjónum við suðurströndina frá Hornafirði vestur um og inn í Faxaflóa. Humarinn finnst aðallega á 20-500 m dýpi, en dýpst hefur hann fundist á um 800 m dýpi vestur af Sikiley. Hér við land fæst hann á 110-300 m dýpi.

Humarinn vex í stökkum með skelskiptum, losar sig reglulega við skelina og myndar jafnframt nýja sem er stærri en sú fyrri. Eftir að kynþroska er náð vaxa karldýr mun hraðar en kvendýr þar eð kvendýrin geta ekki skipt um skel meðan þau bera eggin undir halanum milli hrygningar og klaks sem tekur 12 mánuði við Ísland. Algeng meðallengd karldýra er 14 cm utan útlima (u.þ.b. 8 ára) en kvendýra 11 cm. Stærstu karl- og kvendýr geta þó náð allt að 26 cm og 18 cm lengd.

Humar
 

Pandalus borealis

Ýsa

Þorskur

Lobster

G & K Seafood ehf. | Suðurlandsbraut 16 | 108 Reykjavík | Sími: 577 1220 | gkseafood@gkseafood.is
Höfundarréttur: G&K Seafood ehf. Vefhönnun: Helgi Þór @ Marknet.is